Hobbý Húsið var stofnað í júlí 2020 með það að markmiði að bjóða uppá hágæða bílahreinsivörur.
Okkur fannst vanta vörur sem uppfylltu markmið okkar þegar kemur að þrifum og umhirðu á farartækjum.
Í janúar 2021 bættum við við okkur fleiri umboðum tengdum bílaþrifum, við fengum Mothers, Poorboys World og Linntec. Þessar tvær fyrrnefndu eru merki sem flest allir kannast við og eru vel þekkt í þessum bón og þrifavöru heimi.
Í mars 2021 fengum við umboð frá Whistler sem bjóða uppá radarvara, myndavéla og margt fleira.
Í júní 2021 fengum við umboð Go-In-Style sem sérhæfir sig í skrauti á vörubíla.
Eins og sést á þessari samantekt okkar, þá erum við alltaf að stækka og stækka og auka úrval okkar.